hringvellIR / THINGVELLIR TURNING (2018)
Thingvellir National Park, 2019.
Gerdarsafn Art Museum, Kópavogur Iceland. Cycle Music & Art Festival, Inclusively Exclusive
hringvellIR / THINGVELLIR TURNING (2018)
Thingvellir National Park, 2019.
Gerdarsafn Art Museum, Kópavogur Iceland. Cycle Music & Art Festival, Inclusively Exclusive
hringvellIR / THINGVELLIR TURNING (2018)
Thingvellir National Park, 2019.
Gerdarsafn Art Museum, Kópavogur Iceland. Cycle Music & Art Festival, Inclusively Exclusive
ANNA RÚN TRYGGVADÓTTIR
(Inn)byrðis - Sýning Önnu Rúnar Tryggvadóttur
Text by Valur Antonsson, independent curator
Úti er veður eins og venjulega. Þú gengur inn. Þú tekur af þér. Þú dustar kuskið af yfirhöfninni. Þú reimar af skónum. Þú hneppir frá þér kápunni. Þú losar um bindishnútinn. Þú tekur spennuna úr hárinu. Þú stendur í anddyrinu og stígur í annan fótinn og svo hinn. Þú ekur þér í öxlunum og hristir til höndunum. Þú lætur streitu dagsins líða úr þér og byrðina falla af þér. Þú stígur innfyrir þröskuld safnsins á sýningu Önnur Rúnar Tryggvadóttur – þú ferð innbyrðis.
Þegar inn er komið þá blasir við á hægri hönd – gestabók og sýningarskrá – en á móti er einskonar fatahengi. Þar sem mundi vera spegill er portrett-mynd. Andlitið er eins og gríma sem þú getur tekið af þér. Drættir andlitsins eru eins og vefir undir húðinni – eins og lífrænn hnykill. Augun eru fljótandi uppistöðulón. Fyrir neðan spegillinn þar sem mundi vera kommóða leggurðu frá þér ýmsa hluti – ýmislegt smálegt sem safnast upp yfir daginn. Eins konar steingervingar sem hafa dropað úr augunum. Á tveimur spýtum hangir yfirhöfn. Hún er útötuð í einhverskonar vessum. Hún er húð sem þú tekur af þér til þess að fara innbyrðis.
Á sýningu Önnu Rúnar er tekist á við ákveðnar hugmyndir um náttúruna en áður en við getum skilið þessar hugmyndir þurfum við á einhvern hátt að afklæðast – því að „viðfangsefni“ sýningarinnar er ekki náttúran sem viðfang, hlutgert og framandi, heldur sem efni – og efni er ekki vegið og metið í stykkjatali, heldur er það metið í málum og vogum. En þess konar mælieiningar ná aðeins utanum efnið eins og ílát. Það er alltaf á hreinu að ílátið er eitthvað annað en innihaldið. Efnið flæðir úr einu máli yfir í annað – hverfur úr einu formi í annað. Stundum er það stöðug. Stundum rokgjarnt. Stundum fast. Stundum flæðandi. Stundum uppgufað. Og efni gengur í sambönd og sundur aftur. Efnahvörf gefa frá sér orku – og efnahvörf taka til sín orku. Að fást við náttúruna sem efni frekar en að fjalla um hana sem viðfang – á þann hátt sem listin er fær um að gera – felst í því að miðla á milli fólks ákveðinni upplifun: Hvernig ER maður náttúra? Og þá verður þessi verufræðilega spurning – þ.e. hvað þýðir orðið „að vera“ – spurning um að upplifa sig sem þetta innihald.
Hvernig erum við innihald? Í fyrsta salnum – Arinstofu – eru nokkur tilbrigði sem eru næstum því fíguratíf: Frumur. Himnur. Frumuskipti. Innkyrtlar. Bein. Dropasteinar. Úrfellingar. Blæðingar. En þegar lengra er haldið inn í sýninguna – í Gryfju – er farið dýpra: Þar blasir við einhverskonar sigurverk – hvar frumurnar vega salt í lífrænu ferli sem kallast OSMOSIS – hvar salt og vökvi skiptast á – gefa og skila aftur – í hringrás utan tímans – því þetta jafnvægi er ekki stöðugt, heldur leitandi – fram og tilbaka, upp og ofan – hvar allar áttir verða af stæðar.
Valur Antonsson